Bandaríska útvarpsstöðin KEXP.org útvarpar aftur frá Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni og sendir út tónleika fimmtán hljómsveita í beinni útsendingu frá KEX Hostel.
Dagskrárgerðarfólkið Cheryl Waters og Kevin Cole kynna dagskrárliði á FM 90,3 og á Netinu á KEXP.org dagana 31. október til 2. nóvember frá kl. 13:00 til kl. 21:00.
Auk beinu útsendinganna mun upptökulið KEXP taka upp um 15-20 tónlistar myndbönd með íslenskum listamönnum víðsvegar um Reykjavíkurborg og verða þau sýnt á kexp.org að hátíðinni lokinni.
Þetta er í fjórða skiptið sem KEXP kemur á Iceland Airwaves tónlistarhátíðna. Í fyrri heimsóknum komu m.a. fram hljómsveitirnar Of Monsters and Men og FM Belfast, en hún mun einnig koma fram á hátíðinni á þessu ári, segir í tilkynningu.
Verkefnið er unnið í samvinnu við Iceland Naturally, KEX Hostel, Icelandair og Kimi Records.
ÚTSENDINGARDAGSKRÁ KEXP Á ICELAND AIRWAVES
Miðvikudaginn 31. október:
Kl. 13:00 – Sóley
Kl. 15:00 – Blouse
Kl. 17:00 – Tilbury
Kl. 18:30 – Mr. Silla
Kl. 20:30 – FM Belfast
Fimmtudaginn 1. nóvember:
Kl. 13:00 – Ólafur Arnalds
Kl. 08:00 15:00 – Apparat Organ Quartet
Kl. 17:00 – Hjálmar
Kl. 18:30 – Shabazz Palaces/THEESatisfaction
Kl. 20:30 – Exitmusic
Föstudaginn 2. nóvember:
Kl. 13:00 – Ojba Rasta
Kl. 15:00 – Ghostigital
Kl. 17:00 – Sólstafir
Kl. 18:30 – Úlfur Úlfur
Kl. 20:30 – Sin Fang