Ekkert samkomulag um makrílinn

Ekki náðist sam­komu­lag í mak­ríl­deil­unni á fundi strand­ríkja sem lauk í London í dag sam­kvæmt til­kynn­ingu frá at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu. Fram kem­ur að full­trú­ar Íslands hafi í því augnamiði að þoka mál­um áfram lagt til að öll strand­rík­in sem aðild eiga að deil­unni legðu fram nýj­ar til­lög­ur um skipt­ingu heild­arafla en ekki var tekið und­ir það.

„Þegar fyr­ir lá að þau væru ekki til­bú­in að leggja fram nýj­ar til­lög­ur og ljóst var að ekki næðist sam­komu­lag um skipt­ingu heild­arafla lagði Ísland til, sem bráðabirgðaráðstöf­un, að heild­arafli yrði ákveðinn 542.000 tonn í sam­ræmi við ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES). Ekki reynd­ist hljóm­grunn­ur meðal strand­ríkj­anna um slíka bráðabirgðaráðstöf­un,“ seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ing­unni.

Fram kem­ur að á fund­in­um hafi á hinn bóg­inn verið samstaða um að nauðsyn­legt væri að efla vís­inda­leg­an grunn stofn­mats og ráðgjaf­ar um mak­ríl­veiðar og var ákveðið að senda beiðni til ICES í þeim efn­um. Þá var enn­frem­ur ákveðið að efla sam­starf um eft­ir­lit með upp­sjáv­ar­veiðum í Norðaust­ur Atlants­hafi.

mbl.is