Vonbrigði að ekki náðist samkomulag

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það veld­ur mér von­brigðum að eng­inn samn­ing­ur hafi náðst þrátt fyr­ir til­lögu frá Íslandi um um­tals­vert minni veiðar. Við erum eft­ir sem áður reiðubú­in að semja um lausn sem dragi úr mak­ríl­veiðum allra strand­ríkj­anna byggt á vís­inda­legri ráðgjöf og sem trygg­ir sann­gjarn­an hlut allra á sama tíma og staðið er vörð um stofn­inn með hags­muni framtíðarkyn­slóða fyr­ir aug­um.“

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, hef­ur sent frá sér í kjöl­far þess að ekki náðist sam­komu­lag í mak­ríl­deil­unni á fundi strand­ríkja sem lauk í London í dag.

Ráðherr­ann legg­ur áherslu á það í yf­ir­lýs­ing­unni að strand­rík­in beri jafna ábyrgð á því að koma í veg fyr­ir of­veiði á mak­ríl­stofn­in­um og tryggja sjálf­bær­ar veiðar. Það valdi stofn­in­um frek­ari skaða að ekki hafi enn tek­ist að ná sam­komu­lagi um lausn á deil­unni og um leið efna­hag allra ríkj­anna.

Stein­grím­ur fagn­ar hins veg­ar sam­komu­lagi um að renna styrk­ari stoðum und­ir eft­ir­lit með upp­sjáv­ar­veiðum í norðaust­ur­hluta Atlants­hafs­ins enda hafi Ísland lagt áherslu á það í samn­ingaviðræðum um mak­ríl­veiðarn­ar til þessa.

Yf­ir­lýs­ing Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar (á ensku)

mbl.is