Aðilum deilunnar ber enn of mikið á milli

Lisbeth Berg Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Lisbeth Berg Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs. Wikipedia/Bernt Sønvisen

„Það er enn of mikið sem aðilum máls­ins ber á milli til þess að hægt hafi verið að ná sam­komu­lagi,“ er haft eft­ir Lis­beth Berg-Han­sen, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Nor­egs, á frétta­vefn­um The Fish Site í dag í kjöl­far þess að ekki fannst lausn á mak­ríl­deil­unni á fundi strand­ríkja í London sem lauk í gær.

Fram kem­ur í frétt­inni reynt hafi verið að ná sam­komu­lagi í deil­unni nokkr­um sinn­um en án ár­ang­urs þar sem hvorki Íslend­ing­ar né Fær­ey­ing­ar hafi verið reiðubún­ir að sýna neinn sveigj­an­leika. Engu að síður hafi meðal ann­ars verið samið í London um sam­eig­in­lega aðferðafræði við mat á stofn­stærð mak­ríls­ins.

„Við bíðum enn eft­ir upp­byggi­leg­um og raun­hæf­um til­lög­um frá Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um svo hægt verði að ná sam­komu­lagi á milli strand­ríkj­anna um skipt­ingu mak­ríl­kvót­ans,“ seg­ir Berg-Han­sen enn­frem­ur.

Frétt The Fish Site

mbl.is