Tónlistarmaðurinn Berndsen segir hljómsveitir á borð við Pet Shop Boys og Depeche Mode hafa blásið sér í brjóst í tónlistinni. Berndsen spilar á Airwaves, bæði eigin popptónlist og sykrað popp með Þórunni Antoníu. „Ég er allur í poppinu,“ segir kappinn.
Fræg varð aðdáun Nilla á Berndsen þegar Nilli kom fyrst fyrir sjónir landsmanna í Monitor-myndskeiðinu Rífur sig úr fyrir aðdáanda á mbl.is. Það var einmitt á Airwaves-hátíðinni fyrir tveimur árum.
Í viðtali við Monitor í fyrra lýsti Berndsen fyrstu samskiptum hans og Bubba Morthens í ræktinni og óljósum tengslum tónlistarsköpunar hans við mæður hans og samstarfsmanns hans Sveinbjörns Thorarensen.