Makríldeilan gæti harðnað verulega

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Auðvitað vilj­um við leysa þesa deilu... Við vit­um að verðum að leggja eitt­hvað af mörk­um, sýna ein­hvern sveigj­an­leika, en það verða líka aðrir að gera... Auðvitað er þetta áróðurs­stríð og kannski er það bara ný­byrjað,“ sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son at­vinnu­vegaráðherra um mak­ríl­deil­una á fundi LÍÚ.

Sagði Stein­grím­ur um­kenn­ing­ar­leik­inn myndu halda áfram. Deil­an sner­ist ekki bara um mak­ríll. Hún gæti haft áhrif á sam­skipti ís­lenskra fyr­ir­tækja við stór­markaði. „Staðan í Evr­ópu er auðvitað ekki mikið ánægju­efni. Sterk­ir markaðir eru að gefa eft­ir. Menn vilja lág­marka birgðahald og lag­er­hald,“ sagði Stein­grím­ur og benti á að mik­ill þorsk­ur væri að koma úr Bar­ents­haf­inu.

Ísland ekki leng­ur ein­angrað í deil­unni

Hvergi yrði gefið eft­ir í samn­ingaviðræðum við ESB um mak­ríl­deil­una. „Ég tel að okk­ar samn­inga­nefnd hafi staðið sig af­burðavel,“ sagði Stein­grím­ur og benti á hvernig Íslandi væri ekki leng­ur einu stillt upp ásamt Fær­ey­ing­um í deil­unni.

„Það er eng­inn minnsti vafi að sjáv­ar­ú­veg­ur­inn er okk­ar mik­il­væg­asta gjald­eyr­is­skap­andi grein,“ sagði Stein­grím­ur og benti á hvernig ferðaþjón­ust­an væri að sækja frek­ar hratt upp að hliðinni að sjáv­ar­út­veg­in­um.

Mörg ánægju­leg dæmi væru um hliðar­upp­bygg­ingu inn­an sjáv­ar­út­vegs­ins.

Ekki dóna­leg af­koma

„Já, það hef­ur verið góðæri í sjáv­ar­út­veg­in­um... Þetta er ekki dóna­leg af­koma fyr­ir eina at­vinnu­grein síðustu þrjú ár... Slag­ar upp í þriðjung veltu þegar best læt­ur,“ sagði ráðherr­ann og benti á hvernig EBITDA veiða og vinnslu á verðlagi hvers árs hefði verið 78 millj­arðar króna á ár­inu 2012.

„Ef það þarf að vera jarðarfara­svip­ur á aðal­fundi LÍÚ 2012, hvernig var þá mórall­inn 2005, 2006 og 2007?“ spurði Stein­grím­ur.

Kallaði þá einn viðstaddra fram í fyr­ir Stein­grími sem tók því ekki vel. „Ég er með orðið. Þá geri ég það sem fyr­ir mig er lagt að ræða við ykk­ur,“ sagði Stein­grím­ur.

Vís­ar til stjórn­lagaráðs

Stein­grím­ur benti jafn­framt á það í ræðu sinni að í kosn­ingu um til­lög­ur stjórn­lagaráðs hefði niðurstaðan orðið sú að 82,5% þeirra sem af­stöðu tóku svöruðu þeirri spurn­ingu ját­andi að nátt­úru­auðlind­ir sem eru ekki í einka­eigu skuli vera í þjóðar­eign.

Frá aðalfundi LÍÚ
Frá aðal­fundi LÍÚ mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Frá aðalfundi LÍÚ
Frá aðal­fundi LÍÚ mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is