Telur markílinn hafa áhrif á viðræður

Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, og Steingrímur J. Sigfússon
Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, og Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Ómar Óskarsson

Formaður LÍÚ, Ad­olf Guðmunds­son, seg­ir að hann ef­ist ekki um að mak­r­íl­málið hafi haft áhrif á aðild­ar­viðræður Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins. Þetta kom fram í ræðu Ad­olfs á aðal­fundi LÍÚ.

„Á und­an­förn­um árum hef­ur mak­ríll­inn gengið í mikl­um mæli í ís­lensku lög­sög­una og í sum­ar mæld­ust hér ein millj­ón og fimm hundruð þúsund tonn. Mik­il­vægt er að efla rann­sókn­ir á áhrif­um mak­ríls­ins á líf­ríkið og þá sér­stak­lega á grunn­slóðinni.

Aðdá­un­ar­vert er hversu hratt ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur hef­ur náð góðum tök­um á veiðum og vinnslu mak­ríls­ins með til­heyr­andi verðmæta­aukn­ingu. Á síðasta ári var mak­ríll­inn sú fisk­teg­und sem skilaði okk­ur næst­mest­um verðmæt­um ein­stakra fisk­teg­unda.

Enn hef­ur ekki tek­ist að semja um skipt­ingu mak­ríl­stofns­ins og hlut­deild Íslands í veiðunum. Mak­r­íl­málið er lýs­andi dæmi um það hversu mik­il­væg­ur full­veld­is­rétt­ur okk­ar er.

Ef við vær­um aðilar að Evr­ópu­sam­band­inu er ljóst að staða okk­ar væri veik. Íslensk stjórn­völd hafa staðið fast á rétti okk­ar sem strand­rík­is og ég hvet þau til að gera það áfram, þrátt fyr­ir aðild­ar­um­sókn­ina.

Það er um­hugs­un­ar­vert af hverju ís­lensk stjórn­völd hafa ekki enn mótað samn­ingsaf­stöðu Íslands í sjáv­ar­út­vegs­mál­um og hafið samn­ingaviðræður um þetta mik­il­væga mál.

Ég minni á að nú eru meira en þrjú ár liðin frá því að sótt var um aðild að sam­band­inu. Þrátt fyr­ir að því hafi verið haldið fram að mak­r­íl­málið hafi ekki áhrif á aðild­ar­viðræður Íslands og ESB er ég ekki í vafa um að svo sé,“ sagði Ad­olf í ræðu á aðal­fundi LÍÚ í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina