Þrjóska Færeyinga einkum vonbrigði

Wikipedia

„Við þurf­um alþjóðlegt sam­komu­lag sem mun tryggja sjálf­bærni mak­ríl­stofns­ins, nokkuð sem hef­ur því miður ekki verið raun­in und­an­far­in fjög­ur ár þar sem Fær­eyj­ar og Ísland hafa út­hlutað sér sjálf­um kvóta með óá­byrg­um hætti. Það eru von­brigði að viðræðurn­ar skiluðu ekki sam­komu­lagi sem er ljós­lega öll­um aðilum máls­ins í hag.“

Þetta seg­ir Rich­ard Lochhead, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Skot­lands, í yf­ir­lýs­ingu á heimasíðu skosku rík­is­stjórn­ar­inn­ar í kjöl­far þess að viðræðum strand­ríkja um lausn mak­ríl­deil­unn­ar lauk í London í gær án lausn­ar á henni.

„Einkum veld­ur þrjóska Fær­ey­inga, sem halda áfram að setja fram alltof mikl­ar kröf­ur, og óraun­hæf afstaða þeirra áhyggj­um,“ seg­ir Lochhead og bend­ir á að stjórn­völd í Fær­eyj­um hafi tekið sér fimm sinn­um meiri mak­ríl­kvóta í ár en samið hafi verið um fyr­ir árið 2009. Þeir hafi hins veg­ar ekki getað veitt all­an kvót­ann sjálf­ir og því boðið rúss­nesk­um skip­um inn í lög­sögu sína til þess að veiða hann.

„Bolt­inn er núna hjá þeim og ef viðræður halda áfram verða bæði Fær­ey­ing­ar og Íslend­ing­ar að koma aft­ur að borðinu með sann­gjarna samn­ingsaf­stöðu,“ seg­ir Lochhead enn­frem­ur og bæt­ir við að þó að Skot­ar leggi áherslu á að ná sam­komu­lagi á milli allra aðila máls­ins hafi Evr­ópu­sam­bandið loks­ins kynnt til sög­unn­ar mögu­leika á að beita refsiaðgerðum vegna deil­unn­ar.

„Ég vona að mögu­leik­inn á refsiaðgerðum eigi eft­ir að fá Fær­ey­inga og Íslend­inga til þess að end­ur­meta af­stöðu sína,“ seg­ir Lochhead að lok­um.

Yf­ir­lýs­ing Rich­ards Lochhead

Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra Skotlands.
Rich­ard Lochhead, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Skot­lands. Ljós­mynd/​The Scott­ish Go­vern­ment
mbl.is

Bloggað um frétt­ina