Veifuðu ekki reglugerðinni

„Það kom ekk­ert slíkt fram hjá þeim. Í raun og veru var ég sá eini sem færði þetta í tal að fyrra bragði. Ég benti þeim á það, svo það væri al­ger­lega á hreinu, að það hjálpaði ekki þess­um viðræðum að þess­ar hót­an­ir væru hang­andi yfir þeim.“

Þetta seg­ir Sig­ur­geir Þor­geirs­son, aðal­samn­ingamaður Íslands í mak­ríl­deil­unni, í sam­tali við mbl.is, spurður að því hvort full­trú­ar Evr­ópu­sam­bands­ins hefðu beitt nýrri reglu­gerð þess, sem heim­il­ar sam­band­inu að beita refsiaðgerðum gegn ríkj­um sem það tel­ur stunda ósjálf­bær­ar veiðar á sam­eig­in­leg­um fiski­stofn­um, í viðræðum strand­ríkja um mak­ríl­inn sem lauk í London í gær.

Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, hafi lýst því yfir í aðdrag­anda fund­ar­ins að full­trú­ar sam­bands­ins myndu mæta til hans vopnaðir um­ræddri reglu­gerð til þess að setja auk­inn þrýst­ing á Íslend­inga og Fær­ey­inga um að gefa eft­ir í deil­unni.

„Ég tók það jafn­framt skýrt fram að við tryðum því ekki fyrr en á reyndi að Evr­ópu­sam­bandið færi yfir þau mörk að halda ekki samn­inga og alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar með hugs­an­legri beit­ingu á þess­ari reglu­gerð. En það breytti því ekki að skila­boðin sem hefðu borist frá ein­stök­um þing­mönn­um inn­an sam­bands­ins, aðild­ar­ríkj­um og hags­munaaðilum væru á þeim nót­um að þetta væri vopn sem ætti að beita hart gegn Íslend­ing­um í þess­ari deilu og það gerði það ómögu­legt fyr­ir okk­ur að fara fram ein­hliða með ein­hverj­ar til­slak­an­ir und­ir slík­um hót­un­um,“ seg­ir Sig­ur­geir.

Full­trú­ar Evr­ópu­sam­bands­ins yrðu því að gera sér grein fyr­ir því að þetta væri vopn sem virkaði ekki til lausn­ar á mak­ríl­deil­unni. Sig­ur­geir seg­ir að samn­ingamaður sam­bands­ins hafi þá lýst því yfir að hann hefði ekki í hyggju að nefna um­rædda reglu­gerð til sög­unn­ar, hún væri ekki á hans könnu og yrði ekki tek­in á dag­skrá á fund­in­um af hans hálfu. Hann hafi enn­frem­ur full­vissað ís­lensku full­trú­ana um að Evr­ópu­sam­bandið myndi ekki fara í ólög­mæt­ar aðgerðir vegna máls­ins.

Sigurgeir Þorgeirsson, aðalsamningamaður Íslands í makríldeilunni.
Sig­ur­geir Þor­geirs­son, aðal­samn­ingamaður Íslands í mak­ríl­deil­unni. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina