Vill að Íslendingar endurskoði kröfur sínar

mbl.is/Helgi Bjarnason

„Það verður ekki nema Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar sýni vilja til þess að end­ur­skoða kröf­ur sín­ar. Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg­ur hafa ít­rekað komið með mis­mun­andi til­boð en allt hef­ur kimið fyr­ir ekki þar sem Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar eru al­ger­lega fast­ir fyr­ir.“

Þetta seg­ir Audun Maråk, fram­kvæmda­stjóri sam­taka norskra út­vegs­manna, á vefsíðunni Fiskebat.no spurður hvort frek­ari fund­ir yrðu vegna mak­ríl­deil­unn­ar á þessu ári, en eins og komið hef­ur fram á mbl.is tókst ekki að finna lausn á deil­unni á fundi strand­ríkja í London sem lauk á þriðju­dag. Maråk var einn full­trúa í samn­inga­nefnd Norðmanna á fund­in­um.

Spurður hvað taki við í kjöl­farið seg­ir Maråk: „Nú munu Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg­ur semja tví­hliða um mak­ríl­kvóta fyr­ir árið 2013. Það verður lík­lega í des­em­ber.“

Frétt Fiskebat.no

mbl.is