Tillögur verða að koma frá öllum samtímis

mbl.is

„Við sögðum aft­ur á móti á fund­in­um að staðan væri ein­fald­lega þannig að all­ir aðilar máls­ins hefðu lagt fram til­lög­ur á mis­mun­andi tím­um. Þeim hefði öll­um verið hafnað af gagnaðila,“ seg­ir Sig­ur­geir Þor­geirs­son, aðal­samn­ingamaður Íslands í mak­ríl­deil­unni, í sam­tali við mbl.is spurður um ásak­an­ir Norðmanna og Evr­ópu­sam­bands­ins um að Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar hafi ekki lagt fram nein­ar raun­hæf­ar til­lög­ur í deil­unni.

„Þeir hafa ásakað okk­ur um að koma ekki með nýj­ar til­lög­ur. Ég sagði aft­ur á móti að við vær­um all­ir í sömu spor­um að því leyti og sér­stak­lega und­ir þeim kring­um­stæðum sem eru til staðar núna væri úti­lokað að við kæm­um ein­hliða með ein­hverj­ar til­slök­un­ar­til­lög­ur. Það yrðu all­ir að koma með nýj­ar til­lög­ur sam­tím­is,“ seg­ir Sig­ur­geir og vís­ar þar til hót­ana Evr­ópu­sam­bands­ins um refsiaðgerðir gegn Íslandi og Fær­eyj­um vegna deil­unn­ar.

Spurður um fram­haldið seg­ir Sig­ur­geir að enn sé tími til stefnu til þess að reyna að ná samn­ing­um um mak­ríl­veiðarn­ar á næsta ári en Evr­ópu­sam­bandið og Norðmenn fari hins veg­ar fram á það að Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar séu reiðubún­ir að slaka á kröf­um sín­um áður en til nýs fund­ar geti komið.

Sigurgeir Þorgeirsson, aðalsamningamaður Íslands í makríldeilunni.
Sig­ur­geir Þor­geirs­son, aðal­samn­ingamaður Íslands í mak­ríl­deil­unni. mbl.is
mbl.is