Aðalfundur LÍÚ samþykkti samhljóða ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að beita sér fyrir endurskoðun laga um veiðigjöld nr. 74/2012.
Ályktunin er svohljóðandi:
„Aðalfundur LÍÚ haldinn í Reykjavík 25. og 26. október 2012 skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir endurskoðun laga um veiðigjöld nr. 74/2012.
Þessi ofurskattlagning í formi veiðigjalda mun draga allan mátt úr greininni, en ljóst er að mörg fyrirtæki munu ekki standa undir þeim gríðarlegu álögum sem stjórnvöld hafa lagt á. Þar fara þau fyrirtæki sem eingöngu stunda útgerð verst út úr skattlagningunni.“