Vilja að lögin verði endurskoðuð

Frá aðalfundi LÍÚ
Frá aðalfundi LÍÚ mbl.is/Ómar Óskarsson

Aðal­fund­ur LÍÚ samþykkti sam­hljóða álykt­un þar sem skorað er á stjórn­völd að beita sér fyr­ir end­ur­skoðun laga um veiðigjöld nr. 74/​2012.

Álykt­un­in er svohljóðandi:

„Aðal­fund­ur LÍÚ hald­inn í Reykja­vík 25. og 26. októ­ber 2012 skor­ar á stjórn­völd að beita sér fyr­ir end­ur­skoðun laga um veiðigjöld nr. 74/​2012.

Þessi of­ur­skatt­lagn­ing í formi veiðigjalda mun draga all­an mátt úr grein­inni, en ljóst er að mörg fyr­ir­tæki munu ekki standa und­ir þeim gríðarlegu álög­um sem stjórn­völd hafa lagt á. Þar fara þau fyr­ir­tæki sem ein­göngu stunda út­gerð verst út úr skatt­lagn­ing­unni.“

mbl.is