Gjöldin munu leiða til fækkunar skipa og sjómanna

Frá aðalfundi LÍÚ.
Frá aðalfundi LÍÚ. mbl.is/Ómar

Veiðar á mak­ríl með tog­ur­um munu ekki leng­ur borga sig ef nýju veiðigjöld­in fest­ast í sessi. Þetta er mat Heiðars Hrafns Ei­ríks­son­ar, end­ur­skoðanda hjá Þor­birni hf. í Grinda­vík, en hann var á meðal ræðumanna á öðrum degi aðal­fund­ar LÍÚ í Reykja­vík í gær.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag tel­ur Heiðar að gjöld­in muni jafn­framt leiða til þess að skip­um og sjó­mönn­um fækki. Útvegs­fyr­ir­tæki muni ekki leng­ur hafa efni á að fjár­festa í tækj­um og búnaði og því verði hnign­un í sjáv­ar­út­vegi.

Árni Jón Árna­son, meðeig­andi í end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­inu Deloitte, flutti einnig er­indi en hann sagði veiðigjöld á til­tekið fyr­ir­tæki mundu hækka úr 11% (af EBITDA-hagnaði) árið 2011 í 61% árið 2018.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina