Hljómsveitin Eldar varð til á sunnudagseftirmiðdegi þegar forsprakkar sveitarinnar hófu að semja tónlist saman, annar timbraður og hinn fullur. Björgvin Ívar Baldursson og Valdimar Guðmundsson eru enn að semja saman og telja sig hafa fullmótað hljómsveitina. Þess má geta að sá fyrrnefndi er barnabarn tónlistarmannsins Rúnars Júlíussonar og hinn síðarnefndi er einnig söngvari hljómsveitarinnar Valdimars.