Snæfellska þungarokkssveitin Endless Dark vakti fyrst athygli á Músíktilraunum og segja vörumerkið í sviðsframkomu vera nokkurs konar krabbahopp. Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður á Morgunblaðinu lýsti sveitinni á þennan hátt í fyrra:
„Tónlist Endless Dark er nokkurs konar „post-hardcore“ eða „screamo“; rokktónlist sem er sprottin úr harðkjarnarokki og hefur sumpart aðgengilegra yfirbragð. Níðþungir kaflar og hámelódískir sprettir skiptast á eins og ekkert sé sjálfsagðara.“