Iceland Airwaves er aðeins fullkomnað ef þú ert með Airwaves-appið frá Símanum - þetta vita allir. Það vita líka allir að Monitor veit fátt skemmtilegra en að gefa fólki eitthvað eins og sést á Facebook-síðu tímaritsins. Það gaf því augaleið að fá fréttamann MonitorTV til þess að gefa nokkra Samsung Galaxy SII síma frá Símanum ásamt miða á Airwaves tónlistarhátíðina í dag - á fyrsta degi hátíðarinnar í ár.
Fjórir heppnir fengu gefins þennan frábæra síma og miða á Airwaves hátíðina og eins og sjá má í myndskeiðinu hitti þetta beint í mark!