Heimild ESB til refsiaðgerða lögfest

mbl.is/Helgi Bjarnason

Reglu­gerð sem heim­il­ar Evr­ópu­sam­band­inu að beita refsiaðgerðum gegn ríkj­um sem það tel­ur stunda ósjálf­bær­ar veiðar á deili­stofn­um var und­ir­rituð í síðustu viku af for­seta Evr­ópuþings­ins og full­trúa Kýp­ur sem nú fer með for­sætið inn­an sam­bands­ins og hef­ur þar með tekið form­lega gildi.

Haft er eft­ir írska Evr­ópuþing­mann­in­um Pat Gallag­her, sem átti frum­kvæði að laga­setn­ing­unni, á frétta­vefn­um Do­negaldaily.com að þar með væri fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins kom­in með verk­færi í hend­urn­ar til þess að „grípa til harðra refsiaðgerða gegn ríkj­um sem stunda ósjálf­bær­ar veiðar eins og Íslandi og Fær­eyj­um í til­felli mak­ríls­ins í Norðaust­ur-Atlants­hafi.“

Gallag­her seg­ir að gert hafi verið ráð fyr­ir því að mak­ríll­inn í Norðaust­ur-Atlants­hafi myndi skila yfir ein­um millj­arði evra í tekj­ur árið 2010 fyr­ir út­gerðir inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins áður en Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar hafi stór­aukið veiðar sín­ar. Árið 2008 hafi þjóðirn­ar tvær veitt mjög hóf­legt magn af mak­ríl en árið 2011 hafi veiðar þeirra numið 150 þúsund tonn­um í hvoru til­felli.

„Sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins verður að grípa til skjótra aðgerða og virkja ákvæði reglu­gerðar­inn­ar í ljósi þess að viðræður um lausn deil­unn­ar runnu út í sand­inn aft­ur án sam­komu­lags í London í síðustu viku,“ er enn­frem­ur haft eft­ir Gallag­her.

Frétt Do­negaldaily.com

mbl.is

Bloggað um frétt­ina