Vonast til að geta nýtt sér makríldeiluna

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í Nor­egi von­ast til þess að geta hag­nýtt sér það ef Íslend­ing­ar verða beitt­ir refsiaðgerðum af hálfu Evr­ópu­sam­bands­ins vegna mak­ríl­deil­unn­ar til þess að selja meira af sjáv­ar­af­urðum sín­um til ríkja sam­bands­ins. Þetta kem­ur fram í svari frá norska sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu við fyr­ir­spurn frá mbl.is.

Til­efni fyr­ir­spurn­ar­inn­ar voru um­mæli sem höfð voru eft­ir skoska Evr­ópuþing­mann­in­um Stru­an Steven­son á frétta­vefn­um Fis­hup­da­te.com fyrr í vik­unni þess efn­is að Norðmenn væru reiðubún­ir að selja Bret­um sjáv­ar­af­urðir í stað þeirra sem þeir keyptu frá Íslandi eins og staðan er í dag ef til þess kæmi að Evr­ópu­sam­bandið beitti Íslend­inga refsiaðgerðum vegna mak­ríl­deil­unn­ar. Sagðist Steven­son hafa þetta eft­ir norska sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­an­um, Lis­beth Berg-Han­sen.

„En ég hef talað við norska sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­ann sem hef­ur full­vissað mig um að Nor­eg­ur búi yfir mörg­um þúsund­um tonna af þorski sem sé til staðar og að þeir væru meira en reiðubún­ir að fylla það skarð sem bann við ís­lensk­um þorski ylli. Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar ættu að passa sig því þeir gætu tapað markaðshlut­deild til Nor­egs var­an­lega ef Evr­ópu­sam­bandið gríp­ur til refsiaðgerða,“ sagði skoski Evr­ópuþingmaður­inn sam­kvæmt frétt Fis­hup­da­te.com.

Gert ráð fyr­ir metafla á þorski úr Bar­ents­hafi

Hal­vard Wen­sel, talsmaður norska sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins, seg­ir það reynd­ar ekki rétt að Steven­son hafi hitt Berg-Han­sen. Hins veg­ar hafi hann rætt við Krist­ine Gramstad, hátt sett­an emb­ætt­is­mann í ráðuneyt­inu. Hann sagðist á hinn bóg­inn geta staðfest að Norðmenn gerðu ráð fyr­ir met­há­um þorskkvóta á næsta ári vegna samn­ings sem norsk stjórn­völd hefðu gert við Rússa í októ­ber um aukn­ar þorskveiðar í Bar­ents­hafi sam­tals upp á eina millj­ón tonna.

„Fyr­ir vikið verður meira fram­boð á þorski á mörkuðum. Norsk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki vilja selja fram­leiðslu sína á þá markaði sem vilja kaupa þorsk frá Nor­egi og þar á meðal markaði þar sem auk­in eft­ir­spurn kann að skap­ast vegna hugs­an­legra refsiaðgerða gegn ís­lensk­um sjáv­ar­af­urðum,“ seg­ir Wen­sel og vís­ar þar til reglu­gerðar sem tók form­lega gildi hjá Evr­ópu­sam­band­inu í síðustu viku og heim­il­ar sam­band­inu að beita refsiaðgerðum gegn ríkj­um sem það tel­ur stunda ósjálf­bær­ar veiðar á deili­stofn­um.

Þess má geta að ís­lensk stjórn­völd hafa bent á að sam­kvæmt um­ræddri reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins sé ein­ung­is heim­ilt að beita refsiaðgerðum gegn mak­rílafla ís­lenskra fiski­skipa og hugs­an­leg­um meðafla í slík­um veiðum en ekki ís­lensk­um sjáv­ar­af­urðum al­mennt eins og til að mynda þorski.

Þessu hef­ur hins veg­ar verið mót­mælt af þeirra hálfu enda sé það klárt brot gegn alþjóðleg­um samn­ing­um sem aðilar mak­ríl­deil­unn­ar eru aðilar að líkt og EES-samn­ingn­um. Ein­ung­is sé heim­ilt í þessu til­felli að banna land­an­ir á mak­ríl í þessu til­felli. Þá hafi ís­lensk­ur mak­ríll hvort eð er ekki verið seld­ur til Evr­ópu­sam­bands­ins.

Kristine Gramstad hjá norska sjávarútvegsráðuneytinu.
Krist­ine Gramstad hjá norska sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu. Ljós­mynd/​Scan­pix
mbl.is