Refsiaðgerðir brjóti ekki EES-samninginn

Lisbeth Berg-Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Lisbeth Berg-Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs. Ljósmynd/Scanpix

„Við ger­um ráð fyr­ir því að þær aðgerðir sem Evr­ópu­sam­bandið kann að grípa til miði að því að tryggja ábyrga stjórn veiða úr deili­stofn­um í sam­ræmi við alþjóðalög, þar með tal­inn EES-samn­ing­inn.“

Þetta seg­ir Wen­sel Hal­vard, talsmaður norska sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins, í sam­tali við mbl.is spurður að því hvort norsk stjórn­völd séu ósam­mála þeirri af­stöðu ís­lenskra ráðamanna að hugs­an­leg­ar refsiaðgerðir Evr­ópu­sam­bandið gegn Íslandi vegna mak­ríl­deil­unn­ar geti aðeins beinst að veiðum Íslend­inga á mak­ríl og meðafla með hon­um en ekki öðrum teg­und­um eins og þorski.

Eins og fjallað hef­ur verið um hafa ýms­ir evr­ópsk­ir stjórn­mála­menn haldið því fram að reglu­gerð sem tók gildi inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins í síðustu viku, og heim­il­ar því að beita ríki refsiaðgerðum sem sam­bandið tel­ur stunda ósjálf­bær­ar veiðar á deili­stofni, veiti meðal ann­ars heim­ild til þess að koma í veg fyr­ir út­flutn­ing á ís­lensk­um þorski til ríkja þess.

Íslensk­ir ráðamenn og hags­munaaðilar hafa hins veg­ar bent á að ekki hægt að beita um­ræddri reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins sam­kvæmt efni henn­ar nema vegna veiða úr viðkom­andi deili­stofni, í þessu til­felli mak­ríl, og meðafla með hon­um. Þessu hafa þeir hins veg­ar mót­mælt harðlega enda væri slíkt brot gegn alþjóðleg­um samn­ing­um sem aðilar mak­ríl­deil­unn­ar eru bundn­ir af og þar með talið EES-samn­ingn­um auk GATT-samn­ingn­um. Ein­ung­is sé sam­kvæmt þeim heim­ilt að setja lönd­un­ar­bann á mak­ríl á meðan ekki eru samn­ing­ar um veiðarn­ar.

Ekk­ert ligg­ur fyr­ir um refsiaðgerðir

Spurður að því hvort norsk stjórn­völd eigi von á því að Íslend­ing­ar verði beitt­ir refsiaðgerðum vegna mak­ríl­deil­unn­ar seg­ir Hal­vard að það sé ekki ljóst en sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Nor­egs, Lis­beth Berg-Han­sen, hef­ur áður sagt að norska rík­is­stjórn­in sé að íhuga hvort hún grípi til slíkra aðgerða gegn Íslend­ing­um líkt og Evr­ópu­sam­bandið hef­ur hótað að gera.

Eng­ar ákv­arðanir hafa verið tekn­ar um það af hálfu Evr­ópu­sam­bands­ins hvort gripið verði til refsiaðgerða gegn Íslandi vegna deil­unn­ar í kjöl­far þess að ekki náðist sam­komu­lag um skipt­ingu mak­ríl­kvóta vegna næsta árs á fundi strand­ríkja í London í síðasta mánuði.

Að sögn Lone Mikk­el­sen, fjöl­miðlafull­trúa Mariu Dam­anaki sjáv­ar­út­vegs­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, má bú­ast við því að ákvörðun um næstu skref af hálfu sam­bands­ins í mál­inu verði tek­in á næstu dög­um.

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB.
Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri ESB. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina