Segja kröfu LÍÚ koma úr hörðustu átt

„Í fyrsta lagi þykir sjómönnum það koma úr hörðustu átt …
„Í fyrsta lagi þykir sjómönnum það koma úr hörðustu átt að útgerðarmenn krefjist launalækkunar hjá sjómönnum. Sjómenn hafa staðið eins og klettar við hlið útgerðarmanna og mótmælt harðlega auðlindagjaldslögunum sem og óútkomnu frumvarpi um stjórn fiskveiða. Rítingurinn er kominn á bólakaf í bak sjómanna. Þetta eru launin fyrir samstöðuna." mbl.is/Ómar

Stjórn og trúnaðarráð Sjó­manna­fé­lags­ins Jöt­uns mót­mæl­ir harðlega þeim mál­flutn­ingi LÍÚ að sjó­menn skuli taka á sig 15% launa­skerðingu. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Jötni.

„Í fyrsta lagi þykir sjó­mönn­um það koma úr hörðustu átt að út­gerðar­menn krefj­ist launa­lækk­un­ar hjá sjó­mönn­um. Sjó­menn hafa staðið eins og klett­ar við hlið út­gerðarmanna og mót­mælt harðlega auðlinda­gjalds­lög­un­um sem og óút­komnu frum­varpi um stjórn fisk­veiða. Rýt­ing­ur­inn er kom­inn á bólakaf í bak sjó­manna. Þetta eru laun­in fyr­ir sam­stöðuna.

Í ann­an stað þykir sjó­mönn­um nóg komið. Í dag greiða sjó­menn rúm­lega helm­ing af ol­íu­kostnaði út­gerðar­inn­ar. Í dag lækk­ar skipta­pró­sent­an um 10% í sjö ár ef út­gerðarmaður kaup­ir nýtt skip. Hvað verður það næst? Lækk­un skipta­pró­sentu vegna kaupa út­gerðar á hluta­bréf­um?

Í þriðja lagi er það auðvitað full­kom­in firra að sjó­menn taki á sig 25 milj­arða kostnað út­gerðar­inn­ar ár­lega vegna aðgerða stjórn­valda. Ef svo væri eiga út­gerðar­menn að greiða sjó­manna­afslátt­inn úr eig­in vasa. Við því hafa út­gerðar­menn sagt þvert nei og koma svo al­veg af fjöll­um þegar sjó­menn neita frek­ari kostnaðarþátt­töku.

Í fjórða lagi ættu út­gerðar­menn frek­ar að hækka laun sjó­manna og fisk­verka­verka­fólks. Launa-, rekstr­ar- og fjár­magns­kostnaður er nefni­lega frá­drátt­ar­bær frá reiknuðu auðlinda­gjaldi í sjáv­ar­út­vegi.

Að síðustu vill stjórn og trúnaðarráð Sjó­manna­fé­lags­ins Jöt­uns brýna sjó­menn um allt land til sam­stöðu gegn kröf­um LÍÚ. Við þeim verður að bregðast að fullri hörku. Einnig minn­ir stjórn og trúnaðarráð Sjó­manna­fé­lags­ins Jöt­uns á að það tek­ur aðeins nokkr­ar vik­ur að boða vinnu­stöðvun á flot­an­um ef í hart fer,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Jötni.

mbl.is