Mikil jarðsjálftavirkni að undanförnu

mbl.is/www.mats.is

Fjölmargir jarðskjálftar mældust vikuna 22. október - 28. október og er ekki búið að fara yfir nema hluta af þeirri virkni (um 450 skjálfta). Langmest eða yfir 300 þeirra hafa verið í Eyjafjarðarál.

Í Kverkfjöllum var skjálftahrina framan af vikunni um 28 skjálftar mældust við Kverkfjöll, sá stærsti um 3 að stærð. Seinni hluta vikunnar var nokkur virkni í Dyngufjöllum og á Suðurlandi voru skjálftar við Raufarhólshelli og vestan við Sveifluháls. Virkni í Mýrdalsjökli var með minna móti þessa vikuna.

mbl.is