Enn óvissustig vegna jarðskjálfta

mbl.is/Veðurstofa Íslands

Almannavarnir vinna enn á óvissustigi vegna jarðskjálftahrinunnar úti fyrir Norðurlandi. Í gær dró mjög úr jarðskjálftavirkni samkvæmt sjálfvirkum mælingum Veðurstofunnar.

Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, sagði að fylgst væri með ástandinu. Hann átti ekki von á að óvissustiginu yrði aflétt fyrir næstu helgi. „Ætli við tökum ekki stöðuna á mánudaginn,“ sagði Víðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: