Kynntu makríldeiluna í Bretlandi

Makríllinn er farinn að sækja mikið inn í íslenska lögsögu.
Makríllinn er farinn að sækja mikið inn í íslenska lögsögu.

Um 40-50 Bret­ar sóttu fund sem ís­lensk stjórn­völd héldu með fisk­kaup­mönn­um og fleir­um á Hum­ber-svæðinu í Bretlandi í gær. Sig­ur­geir Þor­geirs­son í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu seg­ir að fund­ur­inn hafi verið góður og sjón­ar­mið Íslend­inga í mak­ríl­deil­unni hafi notið skiln­ings á fund­in­um.

Íslend­ing­ar selja mikið magn af fiski til Bret­lands á hverju ári, en hon­um er aðallega dreift í gegn­um Hull og Grims­by. Sig­ur­geir seg­ir að fisk­kaup­menn og fleiri sem tengj­ast fiskviðskipt­um frá Íslandi hafi verið boðaðir á fund­inn. „Til­gang­ur­inn var að upp­lýsa þá um okk­ar málstað og af­stöðu í mak­ríl­deil­unni og fræði þá um stöðuna.“

Bene­dikt Jóns­son, sendi­herra í London, flutti inn­gangs­ávarp á fund­in­um. Sig­ur­geir gerði grein fyr­ir póli­tískri af­stöðu ís­lenskra stjórn­valda og á hvaða grunni Íslend­ing­ar reistu kröf­ur sín­ar í mál­inu. Jó­hann Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, gerði ít­ar­leg grein fyr­ir mak­ríln­um, hvernig göngu­mynst­ur hans hefði breyst og hvers vegna talið væri að það hefði gerst.

„Við feng­um góðar viðtök­ur. Þess­ir menn hafa áhyggj­ur af því hvað ger­ist ef kem­ur til ein­hverra al­var­legra viðskiptaþving­ana. Þeim finnst líka allt mjög óljóst hvernig rætt er um þving­an­ir og hvaða mögu­leik­ar eru fyr­ir hendi,“ sagði Sig­ur­geir.

Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur sett reglu­gerð sem heim­il­ar ESB að beita ríki refsiaðgerðum sem sam­bandið tel­ur stunda ósjálf­bær­ar veiðar á deili­stofni. Ekk­ert ligg­ur hins veg­ar fyr­ir hvort, hvenær eða hvernig þess­um regl­um verður beitt.

Sjón­ar­mið Íslend­inga í deil­unni koma m.a. fram í frétt á fis­hnew­seu.com. Sjó­menn í Skotlandi eru hins veg­ar ekk­ert sér­stak­lega ánægðir með að ís­lensk stjórn­völd skuli hafa haldið kynn­ing­ar­fund í Bretlandi um mak­ríl­deil­una, sbr. þessa frétt.

mbl.is