ESB ekki með rétta mynd af stöðunni

Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Þing­menn Evr­ópuþings­ins og stækk­un­ar­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, Stef­an Füle, gera sér illa grein fyr­ir því hvernig and­rúms­loftið gagn­vart aðild­ar­viðræðunum er hér á landi. Þetta var upp­lif­un Ragn­heiðar El­ín­ar Árna­dótt­ur, þing­manni Sjálf­stæðis­flokks, af fund­um sem sjö alþing­is­menn áttu í Strass­burg í vik­unni.

Ragn­heiður Elín vakti máls á ferð þing­manna­nefnd­ar Alþing­is til Strass­burg við upp­haf þing­fund­ar í morg­un. Nefnd­in var sett á lagg­irn­ar sam­kvæmt meiri­hluta­áliti Alþing­is þegar aðild­ar­um­sókn­in um Evr­ópu­sam­bandið var send inn til að tryggja aðkomu þings­ins og þátt­töku í þess­um viðræðum og Ragn­heiður Elín sagði það hafa sýnt sig í ferðinni að þetta nefnd­ar­starf væri mik­il­vægt.

„Því það var upp­lif­un mín af þess­um fundi í Strass­burg í vik­unni að þing­menn á Evr­ópuþing­inu og ekki síður stækk­un­ar­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins voru ekki al­veg með það á hreinu hvernig and­rúms­loftið er hér heima. Ég held að þess­ir aðilar fái alla jafna ekki skila­boðin beint í æð, eins og gerðist á þess­um fundi í Strass­burg.“

Ragn­heiður Elín sagði að umræður fund­ar­ins hafi verið afar góðar og ís­lensku þing­menn­irn­ir hefðu lagt fram 21 spurn­ingu sem Stef­an Füle ætli að svara skrif­lega á næst­unni. „Ég vil ít­reka mik­il­vægi þess að Evr­ópuþingið og Evr­ópu­sam­bandið fái að heyra báðar hliðar þessa máls, hver raun­veru­leg staða aðild­ar­um­sókn­ar er hér á landi.“

mbl.is