Eitt skrúfublað brotið og þrjú löskuð

Sérfræðingar meta tjónið.
Sérfræðingar meta tjónið. mbl.is/Árni Sæberg

Eitt blað brotnaði og þrjú löskuðust á bakborðsskrúfu Herjólfs við það að rekast í vestari hafnargarðinn við Landeyjahöfn á laugardag.

Jafnframt er stýrið lítillega snúið bakborðsmegin.

Í Morgunblðinu í dag kemur fram, að gert verður við þrjú blaðanna en skipt um hið fjórða. Vegagerðin átti blaðið til og standa væntingar til þess að viðgerð taki 5-6 daga. Skemmdirnar komu í ljós þegar Herjólfur kom í slipp í Hafnarfirði í gærkvöldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: