Bjarni farinn úr VG

Bjarni Harðarson, bóksali og fyrrverandi alþingismaður.
Bjarni Harðarson, bóksali og fyrrverandi alþingismaður. mbl.is

„Það stóð nú bara nán­ast í grein­inni. Ég beið bara eft­ir því að hún birt­ist og þá sagði ég mig úr flokkn­um,“ seg­ir Bjarni Harðar­son, bók­sali og fyrr­ver­andi alþing­ismaður, aðspurður hvort hann hafi sagt sig úr Vinstri­hreyf­ing­unni - grænu fram­boði.

Bjarni rit­ar harðorða grein í Morg­un­blaðið í dag um VG og hvernig haldið hafi verið á mál­um af hálfu for­ystu flokks­ins vegna Evr­ópu­mál­anna og annarra mála. Seg­ir hann rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og VG lítið hafa af­rekað á kjör­tíma­bil­inu sem lýk­ur í vor.

„Kraft­ur henn­ar hef­ur farið í slags­mál um ESB-aðlög­un og al­menna þjónk­un við er­lend stór­ríki. Mest­ur efna­hags­bati okk­ar Íslend­inga verður hins veg­ar rak­inn til neyðarlag­anna svo­kölluðu og krón­unn­ar sem vinn­ur sitt verk þegj­andi og hljóðalaust þrátt fyr­ir snupr­ur hús­bænda,“ seg­ir hann.

Þá gagn­rýn­ir hann formann VG, Stein­grím J. Sig­fús­son, fyr­ir að hafa eyðilagt flokk­inn til framtíðar á kjör­tíma­bil­inu. „Það er í raun og veru snöf­ur­mann­lega gert á ekki lengri tíma, en fyr­ir aðeins fjór­um árum horfðu lands­menn með velþókn­un og trausti á flokk VG og formann hans. Á sama tíma hef­ur áætl­un­in um að búa til einn stór­an ESB-flokk með samruna við Sam­fylk­ing­una runnið út í sand­inn.“

Keppni um það hver muni stefn­una best

Bjarni seg­ir í grein­inni að bú­ast megi við því að kort­er í kosn­ing­ar muni hefjast keppni á meðal for­ystu­manna VG til mála­mynda um það hver myndi best yf­ir­lýsta stefnu flokks­ins í Evr­ópu­mál­um og vísað til þess að slíkt hafi einnig gerst í haust þegar nokkr­ir þing­menn VG hafi allt í einu farið að tala fyr­ir end­ur­skoðun ESB-um­sókn­ar­inn­ar án þess að neitt kæmi síðan út úr því.

Þá rifjar hann upp að for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafi kosið að upp­nefna stefnufast VG-fólk og for­sæt­is­ráðherra, Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, þannig nefnt það villiketti. Bjarni seg­ir þó ekki slæmt að vera líkt við ketti enda fari þeir sín­ar eig­in leiðir.

„Eft­ir því sem liðið hef­ur á kjör­tíma­bilið hef­ur fækkað í villikatta­deild­inni og nú erum við aðeins ör­fá­ir eft­ir og ekki seinna vænna að skrifa sig út svo eng­inn láti sér detta í hug að við kett­irn­ir gef­um út heil­brigðis­vott­orð á þá pissu­keppni sem framund­an er,“ seg­ir Bjarni að lok­um í grein­inni.

mbl.is