Frumvarpið kynnt þingflokkum

mbl.is/Ómar

Frum­varp um stjórn fisk­veiða hef­ur verið sent þing­flokk­um til kynn­ing­ar. Þetta staðfest­ir Hug­inn Þor­steins­son, aðstoðarmaður Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, at­vinnu­vegaráðherra.

Hug­inn seg­ir hugs­an­legt að frum­varpið verði lagt fram í þess­ari viku en það velti þó á því hvenær frum­varpið verði af­greitt úr þing­flokk­um og hvernig störf Alþing­is gangi, en önn­ur umræða um fjár­lög fer fram á Alþingi í dag.

Hug­inn seg­ir að um stórt frum­varp sé að ræða en hins­veg­ar fylgi því önn­ur minni frum­vörp, hann vildi ekki svara því hvort þau væru eitt eða fleiri. „Þar inni eru atriði sem passa ekki inn í stóra frum­varpið, svona lag­fær­ing­ar en ekki um­deild atriði þannig,“ seg­ir Hug­inn og tek­ur fram að það ráðist að ein­hverju leyti af af­greiðslu þing­flokk­anna á mál­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: