Herjólfur verður mun lengur frá

Viðgerðin á skrúfunni er umfangsmeiri en ætlað var.
Viðgerðin á skrúfunni er umfangsmeiri en ætlað var. mbl.is/Árni Sæberg

Herjólfur mun ekki koma úr slipp fyrr en 10. desember að sögn Ólafs Williams Hands, upplýsingafulltrúa Eimskips.

Viðgerðin átti upphaflega að taka fimm til sex daga, en bakborðsstýri og -skrúfa skemmdust í óhappi við Landeyjahöfn á laugardag. Vinna við viðgerð á skrúfublöðum hafi m.a. reynst meiri en búist var við.

Ólafur segir að búið sé að tryggja að ferjan Baldur sinni ferðum milli lands og Eyja á meðan Herjólfur er í slipp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: