Ræða umdeilt kvótafrumvarp

Þorskur.
Þorskur. mbl.is/RAX

„Ég vona að það verði lagt fram,“ sagði Álf­heiður Inga­dótt­ir, þing­flokks­formaður VG, í gær­kvöldi, spurð hvort hún ætti von á því að frum­varp til breyt­inga á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu yrði lagt fyr­ir þingið í dag.

Hún sagði að málið yrði rætt á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag og kæmi von­andi þaðan aft­ur til þings­ins. „Og þá annaðhvort samþykkja þing­flokk­ar að leggja málið fram og þá setja menn nú gjarn­an al­menna fyr­ir­vara eða ein­hverja fyr­ir­vara, en það er ekki komið að því,“ sagði Álf­heiður.

Skipt­ar skoðanir munu vera í báðum þing­flokk­um um málið og þing­menn sett fyr­ir­vara um ein­stök atriði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: