„Með kvótaþingi er verið að skapa möguleika á að byggðatengja betur leigupott ríkisins. Það hefur mikla þýðingu fyrir þau svæði sem hafa farið hallloka í því kvótakerfi sem við höfum búið við,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, um nýmæli í kvótafrumvarpinu.
„Það getur jafnframt skapað meiri sátt en sá byggðakvóti sem hefur valdið mikilli togstreitu víða um landið við úthlutun,“ segir hún, í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.
Lúðvík Geirsson, þingmaður Samfylkingar, segir horft til þess að leigupotturinn verði minnst 20.000 þorskígildistonn til að byrja með.
Það skýrist í dag hvort Samfylkingin fellst á frumvarpið fyrir jól.