Vilja hætta útgerð

Útlit er fyrir grisjun í útgerð.
Útlit er fyrir grisjun í útgerð. mbl.is/Ómar

„Því er ekki að neita að til mín hafa leitað menn sem bjóða kvóta smærri út­gerða til sölu. Að baki ligg­ur að menn eru að leita að út­leið úr rekstr­in­um vegna gjör­breyttr­ar rekstr­ar­stöðu,“ seg­ir Jón Eðvald Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri FISK Sea­food á Sauðár­króki.

„Útgerðin borg­ar sig ekki leng­ur. Veiðigjöld­in eru megin­á­stæðan, sam­fara lækk­andi afurðaverði, og við það bæt­ist óvissa vegna nýja kvótafrum­varps­ins sem er eft­ir að af­greiða,“ bæt­ir Jón Eðvald við í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

„Með stór­auk­inni skatt­lagn­ingu er rekstr­ar­grund­völl­ur­inn miklu veik­ari en áður var. Það er ljóst að farið er að þrengja veru­lega að út­gerðum sem eru ein­göngu í veiðum,“ seg­ir Jón Eðvald og tek­ur fram að hann hafi ekki tekið neinu kauptil­boðanna.

Rætt er við nokkra út­gerðar­menn á Snæ­fellsnesi í Morg­un­blaðinu í dag. Meðal þeirra er Guðmund­ur Smári Guðmunds­son í Grund­arf­irði en hann seg­ir mörg fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki nú verðlaus vegna gjald­anna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina