Sífellt erfiðara að láta sem ekkert sé

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Skjáskot af Cnn.com

„Þess­um viðræðum hef­ur seinkað, hugs­an­lega vegna deilna líkt og um mak­ríl­inn. Það verður sí­fellt erfiðara að halda áfram eins og ekk­ert hafi í skorist og það seg­ir sig sjálft að refsiaðgerðir og annað slíkt get­ur skaðað mjög and­rúms­loftið.“

Þetta seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, í viðtali sem birt var á vef banda­rísku sjón­varps­stöðvar­inn­ar CNN í gær. Fram kem­ur í frétt­inni að mak­ríl­deil­an kynni að leiða til þess að um­sókn­in um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið yrði sett til hliðar og haft eft­ir Stein­grími að deil­an hafi kallað fram efa­semd­ir um það hvort Íslend­ing­ar vildu ganga í sam­bandið.

„Mak­ríll­inn hef­ur komið í mikl­um mæli inn í ís­lensku efna­hagslög­sög­una og verið hér mánuðum sam­an og tekið mikið úr vist­kerf­inu. Fyr­ir vikið höf­um við sem strand­ríki staðið fast á okk­ar rétti til þess að fá hlut­deild í þess­um deili­stofni. Þannig að Ísland á aug­ljós­lega rétt á hlut­deild,“ seg­ir hann um stöðu deil­unn­ar.

Einnig er rætt við Friðrik J. Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóra Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna (LÍÚ), og haft eft­ir hon­um að Evr­ópu­sam­bandið verði að gera sér grein fyr­ir og rann­saka göngu­mynst­ur mak­ríls­ins.

„Það var meira en 1,5 millj­ón tonna af mak­ríl í ís­lensku lög­sög­unni á þessu ári. Verk­efnið er ein­fald­lega að ná sam­komu­lagi um sann­gjarna hlut­deild fyr­ir alla og það eru ekki 10% fyr­ir Ísland, Fær­eyj­ar og Rúss­land.“

Frétt­ina í heild má nálg­ast hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina