„Þarf ekki að koma neinum á óvart“

Jón Bjarnason, alþingismaður.
Jón Bjarnason, alþingismaður. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er ein­fald­lega í fullu sam­ræmi við mál­flutn­ing minn til þessa og grunn­stefnu míns flokks um að hafna inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Stuðning­ur minn við þessa til­lögu þarf því ekki að koma nein­um á óvart. Það hefði senni­lega fyrst verið frétt ef ég hefði ekki stutt hana.“

Þetta seg­ir Jón Bjarna­son, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, í sam­tali við mbl.is en hann lagði í morg­un fram þings­álykt­un­ar­til­lögu í ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is ásamt full­trú­um sjálf­stæðismanna og fram­sókn­ar­manna í nefnd­inni þess efn­is að viðræður við Evr­ópu­sam­bandið um inn­göngu Íslands yrðu sett­ar til hliðar og ekki tekn­ar upp aft­ur nema það yrði samþykkt í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Jón hef­ur áður lagt fram hliðstæða þings­álykt­un­ar­til­lögu ásamt Atla Gísla­syni alþing­is­manni, en hann hef­ur beitt sér mjög gegn um­sókn­inni um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið frá því að hún var send til sam­bands­ins sum­arið 2009. Ekki síst í embætti sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra sem hann gegndi uns hann var sett­ur út úr rík­is­stjórn fyr­ir tæpu ári, að hans sögn vegna af­stöðu sinn­ar til um­sókn­ar­inn­ar.

Jón var að sama skapi einn þeirra þing­manna VG sem greiddu at­kvæði gegn um­sókn­inni á Alþingi 2009 en hún var samþykkt með at­kvæðum þing­manna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, meiri­hluta þing­manna VG og fjög­urra þing­manna úr stjórn­ar­and­stöðunni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina