Viðræðurnar við ESB verði settar á ís

AFP

Meiri­hluti ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is lagði fram þings­álykt­un­ar­til­lögu á fundi nefnd­ar­inn­ar í morg­un um að viðræðurn­ar við Evr­ópu­sam­bandið um inn­göngu Íslands í sam­bandið verði sett­ar til hliðar og þær ekki hafn­ar að nýju nema með samþykki þjóðar­inn­ar í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Þings­álykt­un­ar­til­lag­an var lögð fram af full­trú­um Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins í ut­an­rík­is­mála­nefnd auk Jóns Bjarna­son­ar, þing­manns Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs. Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og einn af flutn­ings­mönn­um til­lög­unn­ar, sagði á Alþingi í morg­un að stefnt væri að því að til­lag­an yrði tek­in fyr­ir á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar næst­kom­andi fimmtu­dag og hún tek­in til efni­legr­ar meðferðar. Þings­álykt­un­ar­til­lag­an yrði síðan lögð fram í þing­inu og von­andi samþykkt í kjöl­farið.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, vakti máls á því að um­sókn­in um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið hefði tekið miklu lengri tíma en gert hafi verið ráð fyr­ir í upp­hafi og enn hefðu stærstu viðræðukafl­arn­ir ekki verið tekn­ir fyr­ir um sjáv­ar­út­veg og land­búnað. Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tók í sama streng og sagði tíma­bært að veita þeim þing­mönn­um sem samþykkt hefðu um­sókn­ina á sín­um tíma tæki­færi til þess að end­ur­meta af­stöðu sína.

Vig­dís Hauks­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, fagnaði þings­álykt­un­ar­til­lög­unni og sagði ljóst að stóru kafl­arn­ir yrðu ekki opnaðir fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar í vor. Ein­ar K. Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði til­lög­una að sama skapi fagnaðarefni og að sí­fellt kæmi bet­ur í ljós að það þjónaði ekki hags­mun­um Íslands að ganga í Evr­ópu­sam­bandið.

Magnús Orri Schram, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagðist telja að far­sæl­ast væri að ljúka viðræðunum við Evr­ópu­sam­bandið og leyfa þjóðinni að greiða at­kvæði um aðild­ar­samn­ing. Hann sagðist þeirr­ar skoðunar að umræður í aðdrag­anda þjóðar­at­kvæðis um það hvort halda ætti áfram með um­sókn­ina um inn­göngu í sam­bandið yrði ekki upp­lýst og myndi ein­kenn­ast af upp­hróp­un­um.

Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður VG og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, sagði að Jón Bjarna­son hefði ákveðið að ganga í lið með fram­sókn­ar­mönn­um og sjálf­stæðismönn­um í ut­an­rík­is­mála­nefnd án þess að bera það fyrst und­ir þing­flokk VG þvert á regl­ur. Hann sagði að all­ar ákv­arðanir varðandi um­sókn­ina um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið á vett­vangi VG hefðu til þessa verið tekn­ar í sam­ræmi við regl­ur flokks­ins og hann vænti þess að þannig yrði staðið að mál­um áfram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina