Norðmenn gefa út einhliða makrílkvóta

Lisbeth Berg-Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Lisbeth Berg-Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs. SCANPIX

Norska sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið hef­ur gefið út ein­hliða mak­ríl­kvóta til bráðabrigðra upp á 100 þúsund tonn vegna næsta árs í kjöl­far þess að ekki náðust samn­ing­ar á milli Evr­ópu­sam­bands­ins og Nor­egs um skipt­ingu mak­ríl­kvót­ans fyrr í þess­um mánuði.

Fram kem­ur á frétta­vefn­um Und­ercur­rent­news.com að ráðuneytið hafi lýst því yfir að end­an­leg ákvörðun um út­gef­inn kvóta fyr­ir norsk­ar út­gerðir yrði tek­in um leið og samn­ing­ar hefðu náðst við Evr­ópu­sam­bandið.

Samn­ingaviðræður Norðmanna og Evr­ópu­sam­bands­ins hóf­ust í kjöl­far þess að ekki náðust samn­ing­ar um mak­ríl­veiðar við Ísland og Fær­eyj­ar.

mbl.is