Norska sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út einhliða makrílkvóta til bráðabrigðra upp á 100 þúsund tonn vegna næsta árs í kjölfar þess að ekki náðust samningar á milli Evrópusambandsins og Noregs um skiptingu makrílkvótans fyrr í þessum mánuði.
Fram kemur á fréttavefnum Undercurrentnews.com að ráðuneytið hafi lýst því yfir að endanleg ákvörðun um útgefinn kvóta fyrir norskar útgerðir yrði tekin um leið og samningar hefðu náðst við Evrópusambandið.
Samningaviðræður Norðmanna og Evrópusambandsins hófust í kjölfar þess að ekki náðust samningar um makrílveiðar við Ísland og Færeyjar.