Lausn deilunnar bætti andrúmsloftið

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Stefan Füle, stækkunarmálastjóri ESB.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Stefan Füle, stækkunarmálastjóri ESB. mbl.is

„Megin­á­stæða þess að það er eng­in skír­skot­un [í mak­ríl­deil­una] er sú að þetta mál snýst fyrst og fremst um sjálf­bæra stjórn­un mak­ríl­stofns­ins í Norður-Atlants­haf­inu á milli viðkom­andi strand­ríkja. Sem slíkt er það mál ekki hluti af aðild­ar­viðræðunum. En það er ljóst að ár­ang­ur á þess­um viðræðufund­um á milli strand­ríkj­anna mun bæta and­rúms­loftið í viðræðunum.“

Þetta sagði Štef­an Füle, stækk­un­ar­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, á ríkjaráðstefnu Evr­ópu­sam­bands­ins í gær vegna um­sókn­ar Íslands um inn­göngu í sam­bandið, en vakið hef­ur nokkra at­hygli að ekki hafi verið skír­skotað í mak­ríl­deil­una í ný­leg­um yf­ir­lýs­ing­um stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins um um­sókn­ina.

For­ystu­menn Evr­ópu­sam­bands­ins hafa til þessa lagt áherslu á að um aðskil­in mál sé að ræða. Hins veg­ar lýsti sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, Maria Dam­anaki, því yfir í heim­sókn til Íslands í sum­ar að sjáv­ar­út­vegskafli viðræðnanna um inn­göngu lands­ins strandaði á mak­ríl­deil­unni þar sem skipt­ar skoðanir væru í ráðherr­aráði sam­bands­ins um það hvort opna ætti kafl­ann og þá einkum í ljósi mak­ríl­deil­unn­ar.

Þá sagði sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Írlands, Simon Co­veney, fyrr á þessu ári að mak­ríl­deil­an kynni að setja viðræður um sjáv­ar­út­vegskafl­ann í upp­nám enda væri út­lokað að hefja raun­hæf­ar viðræður um hann nema deil­an yrði fyrst leyst. Hann vildi þó ekki ganga svo langt að segja að írsk stjórn­völd myndi koma í veg fyr­ir viðræðurn­ar en málið gerði hins veg­ar Evr­ópu­sam­band­inu erfitt fyr­ir að opna kafl­ann.

mbl.is