Vill ná samningum í byrjun næsta árs

Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands.
Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands. Wikipedia/Anthony Patterson

„Það er ljóst að Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar eru enn eina ferðina ekki reiðubún­ir að koma að borðinu með sann­gjarn­ar kröf­ur vegna mak­ríls­ins á þessu ári,“ sagði Simon Co­veney, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Írlands, fyr­ir fund sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Evr­ópu­sam­bands­ins sem fram fór í gær sam­kvæmt frétta­vefn­um Fis­hup­da­te.com.

Ráðherr­ann lagði áherslu á að án alþjóðlegs samn­ings um stjórn veiða úr mak­ríl­stofn­in­um í Norðaust­ur-Atlants­hafi væri framtíð írskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem treystu á mak­ríl­stofn­inn ekki björt. Óábyrg­ar veiðar Íslend­inga og Fær­ey­inga úr stofn­in­um myndu að lok­um leiða til þess að hon­um yrði eytt. Af­leiðing ástands­ins kæmu fram á næsta ári.

Þá sagði Co­veney að ár­ang­urs­laus­ar viðræður Norðmanna og Evr­ópu­sam­bands­ins um skipt­ingu mak­ríl­kvót­ans hefðu komið í fram­haldi af viðræðum þeirra við Íslend­inga og Fær­ey­inga sem einnig hefðu runnið út í sand­inn.

„Við stönd­um frammi fyr­ir erfiðum viðræðum á fyrri hluta írska for­sæt­is­ins með það að mark­miði að ná samn­ing­um þar sem það verður mögu­legt,“ sagði hann enn­frem­ur en Írar fara með for­sætið inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins á fyrri hluta næsta árs.

mbl.is