Konur mótmæltu í Nýju-Delí

Þúsundir indverskra kvenna söfnuðust saman á götum Nýju-Delí, höfuðborgar Indlands í dag og mótmæltu þeirri háu tíðni kynferðisglæpa sem framdir eru í landinu og slælegum viðbrögðum stjórnvalda við kynbundnu ofbeldi. Konurnar báru mótmælaspjöld og hrópuðu slagorð.

Konan varð fyrir árás sex karlmanna í strætisvagni um miðjan desember, þar var henni nauðgað ítrekað og misþyrmt. Unnusti hennar, sem var með henni í för, varð einnig fyrir misþyrmingu. Haft er eftir honum í indverskum fjölmiðlum í dag að árásarmennirnir hafi reynt að aka yfir konuna að voðaverkinu loknu.

Sex menn eru í haldi lögreglu, grunaðir um glæpinn. Einn þeirra er bílstjóri strætisvagnsins sem er grunaður um að hafa safnað nokkrum vinum sínum saman í þessum tilgangi.

mbl.is