Konur réðust á þingmann og börðu

Mótmælt á Indlandi.
Mótmælt á Indlandi. AFP

Indverska lögreglan hefur hneppt stjórnmálamanninn Bikram Singh Brahma í varðhald en hann er sakaður um nauðgun. Hópur kvenna réðist á hann og barði í þorpi í Assam-ríki. Atvikið náðist á myndband.

Á myndbandinu sést þegar konurnar ráðast að Brahma, sem er þingmaður, og rífa hann úr skyrtunni.

Lögreglan handtók hann eftir að eiginmaður meints fórnarlambs hans kærði nauðgunina.

Þrýstingur er enn að aukast á indversk stjórnvöld að taka hart á kynferðisbrotum í kjölfar þess að ung kona lést eftir að hafa orðið fyrir hópnauðgun í Nýju-Delí.

Fimm karlmenn hafa verið ákærðir fyrir mannrán, nauðgun og morð vegna málsins.

Stjórnvöld hafa sett á fót nefnd sem í eiga sæti fyrrverandi hæstaréttardómarar. Nefndin hefur það hlutverk að endurskoða lög um kynferðisbrot.

Sjá ítarlega frétt BBC um málið.

mbl.is