Krefst dauðadóms yfir nauðgurunum

Faðir indversku stúlkunnar sem lést í kjölfar hópnauðgunar í desember, krefst þess að nauðgararnir fimm, sem einnig hafa verið ákærðir fyrir mannrán og morð, verði teknir af lífi.

Hann hvetur til þess að breytt lög um refsingar við kynferðisbrotum, verði nefnd eftir dóttur sinni. Nafn hennar hefur enn ekki verið gefið upp.

Margir Indverjar vilja að mennirnir verði teknir af lífi fyrir brot sín.

mbl.is