Þrengt að krókaútgerðum

Trilla í Reykjavíkurhöfn.
Trilla í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/RAX

Sér­staka veiðigjaldið, lækk­un á verði þorsks á fisk­mörkuðum og fleiri þætt­ir hafa gert út­gerð króka­báta erfiða síðustu mánuði.

„Því er ekki að neita að ýms­ir sem standa í út­gerð smá­báta sjá ekki aðra mögu­leika í stöðunni en að selja heim­ild­ir og hætta út­gerð,“ seg­ir Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag. Hann seg­ir það þó ekki heigl­um hent því veiðiheim­ild­ir hafi lækkað í verði.

LS hef­ur fundað með veiðigjalds­nefnd og óskað breyt­inga á sér­stöku veiðigjaldi. Örn seg­ir það blasa við að ekki sé hægt að miða við af­komu stærstu frysti­skipa þegar veiðigjöld séu reiknuð á króka­báta. Ólíku sé sam­an að jafna og seg­ist Örn gera sér von­ir um að nefnd­in geri til­lögu til stjórn­valda um laga­breyt­ing­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: