Fjárfestirinn Skúli Mogensen og Margrét Ásgeirsdóttir eru að skilja eftir rúmlega tveggja áratuga hjónaband. Skúli er að flytja til Lundúna þar sem hann ætlar að halda áfram uppbyggingu WOW air. Skúli hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi í fjölda ára og ekki síst upp á síðkastið eftir að hann flutti aftur til Íslands frá Kanada. Í nóvember 2011 stofnaði hann flugfélagið WOW air sem fór í sitt jómfrúflug 31. maí 2012. Í lok ágúst síðastliðins settist Skúli í forstjórastól Wow air og mun nú stýra nú félaginu frá Lundúnum.