Svarar Steingrími fullum hálsi

Bolt­inn er hjá Íslend­ing­um í mak­ríl­deil­unni og eins og sak­ir standa halda þeir mak­ríln­um í gísl­ingu í eig­in þágu án til­lits til sjálf­bærni stofns­ins eða annarra ríkja sem hafa veitt úr hon­um. Þetta seg­ir Ian Gatt, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka skoskra upp­sjáv­ar­sjó­manna, í svar­grein í dag­blaðinu The Scotsm­an til Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, en ráðherr­ann ritaði ný­verið grein í blaðið þar sem hann gerði grein fyr­ir málstað Íslend­inga í deil­unni.

Gatt seg­ir í grein sinni að furðulegt sé að Stein­grím­ur beri það fyr­ir sig að Íslend­ing­ar vilji stuðla að sjálf­bærri veiði á mak­ríl­stofn­in­um í ljósi þess að þeir hafi ákveðið að taka sér ein­hliða marg­falt það magn af mak­ríl sem þeir hafi veitt áður. Hann hafn­ar því enn­frem­ur að auk­in gegnd mak­ríls inn í ís­lensku efna­hagslög­sög­una sé vegna loft­lags­breyt­inga held­ur sé ástæðan vöxt­ur stofns­ins sem sé meðal ann­ars af­leiðing ábyrgra veiða Norðmanna og Evr­ópu­sam­bands­ins.

„Mak­ríll­inn er í lög­sög­um Evr­ópu­sam­bands­ins og Nor­egs í níu mánuði á ári og á þeim tíma veiða skosk­ir bát­ar hann aðeins í um sex vik­ur til þess að fara eft­ir vís­inda­legri ráðgjöf og tryggja sjálf­bærni stofns­ins til framtíðar. Á hinn bóg­inn reyna Íslend­ing­ar að veiða eins mikið og þeir geta þá þrjá mánuði sem mak­ríll­inn er í ís­lensku lög­sög­unni,“ seg­ir Gatt enn­frem­ur.

Þá seg­ir hann að samn­inga­nefnd­ir Norðmanna og Evr­ópu­sam­bands­ins hafi lagt fram nokk­ur sann­gjörn til­boð í viðræðunum sem fram hafi farið um laun mak­ríl­deil­unn­ar en þeim hafi öll­um verið hafnað af Íslend­ing­um án til­rauna til þess að ná skyn­sam­legri mála­miðlun. Gatt seg­ir enn­frem­ur að Íslend­ing­ar hafi aldrei á þeim 15 viðræðufund­um sem fram hafi farið um deil­una lagt fram til­lögu að mála­miðlun.

„Það er varla fram­ganga þjóðar sem vill ná samn­ing­um. Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg­ur eru orðin það óþol­in­móð gagn­vart óbil­girni Íslend­inga að þau munu aðeins hefja viðræður aft­ur ef Íslend­ing­ar eru reiðubún­ir að leggja fram til­boð. Það er líka ástæða þess að Evr­ópu­sam­bandið hef­ur ákveðið að grípa til refsiaðgerða sem síðasta úrræði til þess að reyna að fá Íslend­inga til þess að semja,“ seg­ir hann.

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra. mbl.is/Ó​mar
mbl.is