Jón úr utanríkismálanefnd

Jón Bjarnason, alþingismaður.
Jón Bjarnason, alþingismaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

Til­laga um að Jón Bjarna­son, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, yrði tek­inn úr ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is var lögð fram og samþykkt á þing­flokks­fundi VG í dag. Í stað Jóns kem­ur Þuríður Backmann. Jón verður í eng­um nefnd­um það sem eft­ir lif­ir kjör­tíma­bil­inu.

Þetta staðfest­ir Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður VG og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, í sam­tali við mbl.is. Þetta sé ein af þeim breyt­ing­um sem gerðar verði á nefnd­um í kjöl­far þess að Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir, þingmaður VG, hafi hætt á þingi um ára­mót­in. Árni tek­ur sjálf­ur sæti í efna­hags- og viðskipta­nefnd í stað Jóns.

Eins og mbl.is hef­ur fjallað um var Jón einn af flutn­ings­mönn­um til­lögu í ut­an­rík­is­mála­nefnd fyr­ir jól um að hlé yrði gert á viðræðunum um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið og þær ekki hafn­ar aft­ur nema með samþykki í þjóðar­at­kvæði. Myndaði hann þar meiri­hluta í nefnd­inni með full­trú­um fram­sókn­ar­manna og sjálf­stæðismanna.

Taka á til­lög­una til efn­is­legr­ar um­fjöll­un­ar á fundi nefnd­ar­inn­ar á morg­un sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is en stuðningi Jóns við hana var illa tekið af for­ystu­mönn­um VG. Þannig sagði Árni Þór á Alþingi 18. des­em­ber síðastliðinn að Jón hefði ákveðið að ganga til liðs við fram­sókn­ar­menn og sjálf­stæðis­menn án þess að bera það fyrst und­ir þing­flokk VG þvert á regl­ur.

mbl.is