„Seinkar vinnu í þrjá mánuði“

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson mbl.is/Styrmir Kári

Ut­an­rík­is­ráðherra sagði við umræðu á Alþingi í dag að staðan í aðild­ar­viðræðum Íslands við Evr­ópu­sam­bandið væri góð, góð en marg­slung­in. Ákvörðun um að hægja á ferl­inu yrði aðeins til þess að seinka vinnu við fjóra kafla í röska þrjá mánuði. Þing­menn kölluðu ákvörðun­ina sjón­arspil og leikþátt.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hóf umræðuna og sagði að í fyrstu hefði verið látið líta svo út að ákvörðunin væri eðli­legt fram­hald að viðræðuferl­inu. Því hafi ut­an­rík­is­ráðherra fagnað og sagt ákvörðun­ina skyn­sam­lega. En í dag hafi Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra greint frá því að ef Alþingi hefði samþykkt til­lögu Jóns Bjarna­son­ar um að fresta viðræðum hefði það leitt til stjórn­arslita.

Bjarni sagði mik­il­vægt að vita hver staðan verði eft­ir kosn­ing­ar, það verði að tala skýr­um orðum um stöðuna. Auk þess hafi fyrst verið viður­kennt að ástæða þess að ekki sé búið að fá niður­stöðu í erfiða kafla séu inn­an­búðavanda­mál og heima­til­bú­inn vandi. „Það var við því að bú­ast að þetta yrði ein­tómt klúður og hæga­gang­ur og upp­nám á hverju horni. Það er það sem við höf­um séð og upp­lifað.“

Hann benti á að Ísland hefði staðið í viðræðum við ESB í tvö og hálft ár, leng­ur en nokk­urt annað EFTA-ríki. „Er hægt að halda áfram á þess­um for­send­um, með flokki sem vill ekki ganga inn?“ spurði Bjarni og einnig hvort það þurfi ekki að vera skýr meiri­hluti á hverju þjóðþingi til þess að ganga í ESB.

Ekki form­legt hlé eða frest­un

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra var til svara. Hann sagði í ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar fel­ast að ekki verði unnið að samn­ingsaf­stöðu Íslands í köfl­un­um um land­búnað og sjáv­ar­út­veg á næstu þrem­ur mánuðum. „Hún seink­ar vinnu í þrjá mánuði. [...] Í þess­ari ákvörðun felst ekki form­legt hlé eða frest­un, það er hægt á ferl­inu tíma­bundið.“

Hann sagði vinnu halda áfram við 18 kafla af þeim 22 sem eft­ir eru. „Mestu skipt­ir að við erum far­in að sjá til lands og aðeins loka­áfang­inn eft­ir. Bara samn­ingsafstaða eft­ir í fjór­um köfl­um.“

Þá sagði Össur stutt í kosn­ing­ar og því væri eðli­legt að þingið tæk­ist ekki á um erfiðustu kafl­ana rétt fyr­ir kosn­ing­ar. Það væri óá­byrgt. „Þá er það mín von að aðild­ar­ferlið verði ekki að póli­tísku bit­beini í kosn­inga­bar­átt­unni.“

Enn­frem­ur sagði Össur það í anda lýðræðis að ný rík­is­stjórn, hver sem hún verði, fái að setja sitt mark á grund­vall­ar­mála­flokk­ana, þ.e. sjó og land.

Sam­fylk­ing hafnaði til­lögu Ögmund­ar

Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra greindi frá því að hann hefði talað fyr­ir því í rík­is­stjórn­inni að lýðræðis­legt væri að spyrja þjóðina fyrst hvort hún vildi leggja inn um­sókn um aðild að ESB. Því hefði Sam­fylk­ing hins veg­ar hafnað. Þá hefði hann að und­an­förnu talað fyr­ir því að út­kljá málið fyrr og fá fram þjóðar­vilja en fyr­ir því hefði ekki verið hljóm­grunn­ur. 

„En nú er kjör­tíma­bilið senn á enda runnið og menn þurfa að gera upp við sig hvort eigi að leita uppi þjóðar­vilja eða hundsa hann áfram.“

Það á að halda öllu áfram

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, sagði eins og marg­ir þing­menn við umræðuna að ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar væri sjón­arspil og leikþátt­ur. „Hverj­ar eru raun­veru­leg­ar breyt­ing­ar? [...] Það á að halda öllu áfram. Það er eng­in breyt­ing.“

Hann sagði þetta sýnd­ar­leik­rit sem sett hefði verið upp eft­ir að Jón Bjarna­son lagði fram til­lögu sína.

Bjarni Benediktsson
Bjarni Bene­dikts­son mbl.is
Ögmundur Jónasson
Ögmund­ur Jónas­son Styrm­ir Kári
mbl.is