ESB og Noregur ræða skiptingu makrílkvóta

Jón Bjarnason afhendir Steingrími J. lyklana að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu.
Jón Bjarnason afhendir Steingrími J. lyklana að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu. mbl.is/Ómar

Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg­ur funda þessa dag­ana á Írlandi um veiðar á mak­ríl og fleiri teg­und­um og er bú­ist við að fund­in­um ljúki á morg­un.

Á fundi í des­em­ber varð ekki niðurstaða um veiðar á þessu ári, en und­an­far­in ár hafa ESB og Nor­eg­ur tekið sér um 90% af heild­arkvót­an­um.

Í árs­lok 2011 var það eitt af síðustu embættis­verk­um Jóns Bjarna­son­ar, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, að ákveða heild­arkvóta í mak­ríl. Árið áður til­kynnti hann mak­ríl­kvót­ann 17. des­em­ber, en síðustu ár hafa mak­ríl­veiðar haf­ist í júní­byrj­un.

Á Alþingi í fyrra­dag gagn­rýndi Jón eft­ir­mann sinn, Stein­grím J. Sig­fús­son at­vinnu­vegaráðherra, fyr­ir að vera ekki bú­inn að gefa út afla­mark ís­lenskra skipa í mak­ríl á þessu ári. Sagði Jón að Stein­grím­ur hefði „dregið og dregið að gefa út mak­ríl­kvóta fyr­ir Íslend­inga.“.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: