Samkvæmt nýju yfirliti Fiskistofu um aflahlutdeild einstakra útgerða kemur í ljós að HB Grandi er í upphafi nýs árs kominn yfir 12% leyfilegt hámark úthlutaðrar aflahlutdeildar.
Fyrirtækið er með 12,14% af þorskígildum í heild og fær nú ákveðinn frest til andmæla, koma útskýringum á framfæri eða breyta þessari stöðu, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu.
Í Morgunblaðinu í dag segir, að HB Grandi sé samkvæmt nýjum útreikningum yfir hámarkinu, en á heimasíðu Fiskistofu segir að „samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða má heildaraflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra eða tengdra aðila ekki fara yfir 12% af samanlögðu heildarverðmæti aflahlutdeildar allra tegunda“.