HB Grandi yfir hámarkinu

Lundey SN. Mynd fengin af vef HB Granda.
Lundey SN. Mynd fengin af vef HB Granda.

Sam­kvæmt nýju yf­ir­liti Fiski­stofu um afla­hlut­deild ein­stakra út­gerða kem­ur í ljós að HB Grandi er í upp­hafi nýs árs kom­inn yfir 12% leyfi­legt há­mark út­hlutaðrar afla­hlut­deild­ar.

Fyr­ir­tækið er með 12,14% af þorskí­gild­um í heild og fær nú ákveðinn frest til and­mæla, koma út­skýr­ing­um á fram­færi eða breyta þess­ari stöðu, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fiski­stofu.

Í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að HB Grandi sé sam­kvæmt nýj­um út­reikn­ing­um yfir há­mark­inu, en á heimasíðu Fiski­stofu seg­ir að „sam­kvæmt lög­um um stjórn fisk­veiða má heild­arafla­hlut­deild fiski­skipa í eigu ein­stakra eða tengdra aðila ekki fara yfir 12% af sam­an­lögðu heild­ar­verðmæti afla­hlut­deild­ar allra teg­unda“.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: