Óbreytt hlutdeild skynsamleg

mbl.is/Helgi Bjarnason

„Sú ákvörðun að ákv­arða hlut­deild okk­ar í mak­ríl­stofn­in­um með hefðbundn­um hætti var einnig skyn­sam­legt skref þar sem mik­il­vægt var að gera ekk­ert sem væri til þess fallið að verðlauna óá­byrga of­veiði Íslend­inga og Fær­ey­inga á stofn­in­um,“ seg­ir Bertie Armstrong, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka skoskra út­gerðarmanna, á vefsíðu sam­tak­anna í dag. Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Skot­lands, Rich­ard Lochhead, hef­ur látið hliðstæð um­mæli falla í sam­töl­um við fjöl­miðla í dag.

Sam­komu­lag náðist í morg­un á milli Evr­ópu­sam­bands­ins og Nor­egs um skipt­ingu á deili­stofn­um á ár­inu 2013 en hluti sam­komu­lags­ins er að sam­bandið og Norðmenn taki sér sem fyrr rúm­lega 90% af ráðlagðri heild­ar­veiði úr mak­ríl­stofn­in­um. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, hef­ur sent frá yf­ir­lýs­ingu í kjöl­far þess þar sem sú ákvörðun er sögð valda von­brigðum.

Sam­komu­lagið á milli Evr­ópu­sam­bands­ins og Nor­egs fel­ur í sér auk­inn kvóta úr nokkr­um fisk­stofn­um í Norður­sjó, þar á meðal ýsu, skar­kola, ufsa og síld. Þorskkvót­inn er hins veg­ar óbreytt­ur frá því sem verið hef­ur frá ár­inu 2011. Þá var einnig samið um aukna veiði á ufsa á miðunum vest­ur af Skotlandi.

mbl.is