Skammta sér einhliða 90% kvótans

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Ómar

Það veld­ur mikl­um von­brigðum að Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg­ur hafi ein­hliða skammtað sér tæp­lega 490 þúsund tonna mak­ríl­kvóta fyr­ir árið 2013, eða ríf­lega 90% af ráðlagðri heild­ar­veiði úr mak­ríl­stofn­in­um.  

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá Stein­grími J. Sig­fús­syni, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra.

Sam­kvæmt þessu ætla þeir Íslandi, Fær­eyj­um og Rússlandi inn­an við 10% veiðihlut. „Með þessu er horft fram­hjá breyttu göngu­mynstri mak­ríl­stofns­ins,  en á ár­inu 2012 er áætlað að um 1,5 millj­ón­ir tonna af mak­ríl hafi verið í ís­lensku lög­sög­unni, hafi þyngst þar um allt að 50% og étið allt að 3 millj­ón­um tonna af fæðu með til­heyr­andi áhrif­um á líf­ríkið,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Stein­gríms.

„Lyk­ill­inn að lausn mak­ríl­deil­unn­ar er að tekið verði fullt til­lit til þess­ara miklu breyt­inga á göngu mak­ríls­ins, að all­ir aðilar fái sann­gjarn­an hlut og um­fram allt að veiðarn­ar bygg­ist á vís­inda­legu mati á ástandi stofns­ins. Við von­um að Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg­ur sjái að sér og verði til­bún­ir að setj­ast að samn­inga­borðinu til þess að finna var­an­lega lausn sem tryggi sjálf­bæra nýt­ingu stofns­ins. Það eru hags­mun­ir allra hlutaðeig­andi aðila að lausn finn­ist sem fyrst.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina