Vill fá úrskurð í makríldeilunni

Wikipedia

Vísa ætti mak­ríl­deil­unni til Norðaust­ur-Atlants­hafs­fisk­veiðinefnd­ar­inn­ar (NEAFC) og láta hana skera úr henni að mati breska blaðamanns­ins Char­les Clovers sem þekkt­ur er fyr­ir skrif sín um um­hverf­is­mál.

Clover bend­ir á það í viku­leg­um pistli sín­um í breska dag­blaðinu Sunday Times að all­ir aðilar mak­ríl­deil­unn­ar, Ísland, Nor­eg­ur, Fær­eyj­ar og Evr­ópu­sam­bandið, séu einnig aðilar að NEAFC. Nefnd­in geti skorið úr slík­um deilu­mál­um á til­tölu­lega skömm­um tíma. Hins veg­ar hafi aldrei komið til þess að deilu­mál­um hafi verið vísað til henn­ar.

Hann velt­ir því fyr­ir sér hvað valdi því og seg­ist hafa af því fregn­ir að NEAFC sé í seinni tíð orðin að sam­kvæmis­klúbbi emb­ætt­is­manna sem beri enga ábyrgð og reyni í lengstu lög að forðast það að taka erfiðar ákv­arðanir.

Clover seg­ir að Rich­ard Benyon, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Bret­lands, og Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, ættu að kyngja stolt­inu, koma með krók á móti bragði í sam­skipt­um við Íslend­inga og reyna að fá sam­bandið til þess að vísa mak­ríl­deil­unni til NEAFC. Með því tækju þau for­ystu í mál­inu.

mbl.is